Stór hluti í Hótel Keflavík til sölu

Stór hluti reksturs Hótels Keflavíkur og fasteignafélagsins JWM, sem á eignina, er nú til sölu. Davíð Jónsson einn eigenda hótelsins, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að hluturinn sé meðal annars í eigu hans sjálfs. Spurður að því af hverju hann vilji selja núna segir hann að tímasetningin sé góð, og einnig að hann sé kominn á fullt í rekstur á öðru fyrirtæki, hótelbókunarfyrirtækinu Hotel Service Kef Airport.

Fimm stjörnu svítur

Hótel Keflavík er fjögurra stjörnu hótel og hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Á efstu hæðinni er fimm stjörnu hótelið Diamond Suites sem var opnað fyrir tæplega fjórum árum.

Á síðasta ári fengu hótelin viðurkenningu frá Luxury Travel Guide, en þá fékk Hótel Keflavík viðurkenninguna Luxury Airport Hotel of the Year 2018 og Diamond Suites fékk viðurkenninguna Luxury Boutique Hotel of the Year 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »