Tekur tíma að ná upp þrýstingi á dreifikerfi hitaveitunnar

Kort/Map.is

Rafmagnsleysi vegna bilana hjá RARIK á veitusvæði Rangárveitna er nú yfirstaðið. Dælur hitaveitunnar starfa því að mestu leyti með eðlilegum hætti, að því er segir í tilkynningu frá Veitum.

Þá segir, að það taki nokkurn tíma að ná upp þrýstingi á dreifikerfi hitaveitunnar en íbúar í Rangárþingi ytra og eystra og Ásahreppi ættu að vera komnir með heitt vatn þegar kvöldar.

Ennfremur segir, að starfsfólk Veitna sé nú að flytja varaafl á staðinn sem nýta má verði frekara rafmagnsleysi á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert