Þak fauk af skúr í Hafnarfirði

Björgunarsveitarmaður að störfum í morgun.
Björgunarsveitarmaður að störfum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir að Öldugötu í Hafnarfirði í morgun.

Tilkynning hafði borist um að þak hefði fokið í heilu lagi af skúr og var hópur sendur á vettvang, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Það sem eftir stóð af kofanum var fest saman og hann styrktur til að ekki yrði frekara tjón af hans völdum. 

Í morgun barst einnig tilkynning um að strætóskýli væri að fjúka um koll á Langholtsvegi í Reykjavík og voru björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. 

mbl.is