Þór á leið inn í Ísafjarðardjúp

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. Ljósmynd/Guðmundur Birkir Agnarsson

Varðskipið Þór er statt vestur af Gelti og er á leiðinni inn í Ísafjarðardjúp þar sem það verður til taks.

Skipið lagði af stað frá Reykjavík til Vestfjarða klukkan 15 í gær vegna óveðursins. Áhöfnin á Tý er í viðbragðsstöðu í Reykjavík.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, eru færri en þrjátíu skip á sjó. „Þeir sem eru á sjó eru annaðhvort í vari eða vel búnir,“ segir hann.

mbl.is