Tilkomumikið sjónarspil er lægðin nálgaðist

„Sjónarspilið í þessum myndum er tilkomumikið og sýnir eina hlið …
„Sjónarspilið í þessum myndum er tilkomumikið og sýnir eina hlið af þeim krafti sem býr í náttúruöflunum.“ Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur birt myndskeið af lægðinni nálgast landið úr samsettum myndum frá Meteosat 11-gervitunglinu, sem sendir myndir á 15 mínútna fresti. 

Myndirnar sýna ferðalag lægðarinnar aðfaranótt 13. febrúar til klukkan níu í morgun. Myndin er svokölluð innrauð hitamynd sem þýðir að kaldir fletir eru ljósir og þeir hlýrri dökkir. Kalt efra borð skýja verður hvítt þar sem frostið er oft á tíðum nálægt 50 stigum í 8 til 9 kílómetra hæð.

Sjónarspilið í þessum myndum er tilkomumikið og sýnir eina hlið af þeim krafti sem býr í náttúruöflunum.

mbl.is