Ekki lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi

Viðgerðarflokkar Landsnets eru enn að finna brotnar stæður í Hvolsvallalínu …
Viðgerðarflokkar Landsnets eru enn að finna brotnar stæður í Hvolsvallalínu eftir ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hellulína 1 er komin aftur í rekstur eftir bilun og ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi. Eldingu laust hugsanlega niður í Prestbakkalínu.

5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði Rarik í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir eru komnir með rafmagn aftur. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.

Veður er orðið mjög slæmt á Suðurlandi og mun það seinka viðgerðum hjá okkur. Ekki er vitað á þessari stundu hvað mikið, viðgerðir halda áfram strax og veður leyfir,“ segir í tilkynningu á vef Rarik.

mbl.is