Hiti færðist í mannskapinn eftir klukkan fimm

Sex gistu fangageymslur lögreglu í nótt.
Sex gistu fangageymslur lögreglu í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvöldið og nóttin fóru rólega af stað hjá lögreglu og helstu verkefni voru minni háttar mál af ýmsum toga, að því er segir í dagbók lögreglu.

Fjórir voru handteknir vegna vímuefnaaksturs á tímabilinu. Eftir klukkan fjögur fór hins vegar aðeins að færast hiti í mannskapinn og nokkuð var um pústra fram til klukkan 5, bæði í miðbænum og öðrum hlutum borgarinnar.  Málin voru þó ekki alvarleg en alls gista sex manns fangageymslur.

mbl.is