Jarðskjálfti 3,6 að stærð í Bárðarbungu

Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð í Bárðarbungu klukkan 5:57 í …
Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð í Bárðarbungu klukkan 5:57 í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti, 3,6 að stærð, varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa engir eftirskjálftar fylgt og engin merki um gosóróa. 

Upptök skjálftans voru í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Engin merki eru um aðra skjálftavirkni á svæðinu en fylgst verður áfram með gangi mála. Um þrjár vikur eru síðan skjálfti af svipaðri stærð varð í Bárðarbungu. 

mbl.is