Ljón át af mér fótinn

Ásgeir Guðmundsson er að smíða sér flugvél í Mosfellsbæ.
Ásgeir Guðmundsson er að smíða sér flugvél í Mosfellsbæ. mbl.is/RAX

„Ég segi að ljón hafi étið af mér fótinn og ég síðan kæft það. Það hljómar betur en blóðeitrun,“ segir Ásgeir Guðmundsson, flugstjóri og veiðimaður, en hægri fóturinn var tekinn af honum fyrir neðan hné í nóvember, vegna þrálátrar sýkingar og blóðeitrunar. Hann er kominn á ról á ný á gervifæti og horfir björtum augum fram á veginn – með létta lund og húmor að vopni.

Fóturinn skömmu eftir aðgerðina.
Fóturinn skömmu eftir aðgerðina.

Forsaga málsins er sú að 2. júlí 2009 slasaðist Ásgeir alvarlega í flugslysi í Selárdal nálægt Vopnafirði, þegar Cessna 180-vél sem hann og vinur hans, Hafþór Hafsteinsson, voru í flaug á rafmagnsvír steinsnar frá veiðihúsinu Hvammsgerði. Hafþór lést í slysinu. 

„Ég slasaðist mjög illa og var haldið sofandi í tíu daga. Það brotnuðu mörg rif og eitt stakkst inn í annað lungað, hitt lungað féll saman og báðir fætur brotnuðu illa, auk þess sem ég missti andlitið, bókstaflega. Helmingur þess lá út á hlið. Ég var svo heppinn að fyrstu aðilar sem komu á vettvang kunnu til verka; annars væri ég ekki hér. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir saumaði andlitið á mig aftur og á þriðju viku fór ég að verða nógu vel áttaður til að spyrja um Haffa. Heimurinn hrundi þegar ég heyrði að hann væri dáinn,“ segir Ásgeir sem man ekkert eftir slysinu.

Ítarlegt viðtal við Ásgeir er birt í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins í dag. Innskráðir notendur á mbl.is geta einnig lesið viðtalið hér:

„Lenti í smá niðurskurði“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »