Slasaðir sjófarendur sóttir úti fyrir Faxaflóa

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða sjófarendur á þriðja tímanum í dag. Fólkið var statt í erlendu flutningaskipi úti fyrir Faxaflóa þegar Landhelgisgæslan náði til þess.

Um er að ræða tvo kínverska sjófarendur en þeim var komið undir læknishendur. Þyrla gæslunnar lenti við Landspítala rétt fyrir klukkan þrjú. Ekki er hægt að veita upplýsingar um líðan sjófarendanna að svo stöddu. 

mbl.is