Úrslit standa þrátt fyrir umdeilt atvik

MR-ingar eru komnir í undanúrslit.
MR-ingar eru komnir í undanúrslit. Skjáskot/RÚV

Úrslit í Gettu betur-keppni MR og Kvennaskólans standa þar sem MR hafði sigur; 25:24, eftir spennandi viðureign. Síðasta stigið sem MR fékk í keppninni þótti afar umdeilt.

Á vef RÚV kemur fram að stýrihópur Gettu betur hafi fundað um atvikið ásamt spurningahöfundum og dómurum keppninnar.

„Reglur keppninnar eru skýrar og svindl er alls ekki liðið. Dómarar, stjórnendur og starfsfólk útsendingarinnar bæði í sal og myndstjórn fylgjast náið með áhorfendum í sal og verði vart við eitthvað óeðlilegt á meðan keppni stendur er spurning gerð ógild og ný spurning borin upp,“ segir meðal annars í yfirlýsingu starfshóps.

Stjórnendur urðu ekki varir við neitt óeðlilegt í gær og því standa úrslitin eins og reglur kveða á um. RÚV brýnir fyrir áhorfendum að sýna keppendum virðingu, kalla ekki fram í eða trufla keppnina á annan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert