Verkfall BSRB gæti hafist 9. mars

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í pontu á baráttufundi í …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í pontu á baráttufundi í Háskólabíói þann 30. janúar síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Verkfallsaðgerðir allt að 18 þúsund félagsmanna BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum gætu hafist 9. mars verði verkfallsboðun samþykkt í atkvæðagreiðslu, sem stendur frá 17. til 19. febrúar.

Samkvæmt upplýsingum frá BSRB mun m.a. starfsfólk á Landspítala og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustu, skólum, leikskólum og frístundaheimilum, sundlaugum og íþróttahúsum og starfsfólk sem sinnir þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf verði aðgerðirnar samþykktar eða ekki semjist áður.

Þá verða boðaðar aðgerðir tvískiptar: Annars vegar verða verkföll hjá þorra félagsmanna hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg á ákveðnum dögum og hins vegar verða ákveðnir hópar í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Það verða meðal annars starfsmenn grunnskóla og frístundaheimila á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness.

Ótímabundið allsherjarverkfall allra félagsmanna BSRB hjá ríki, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg mun síðan hefjast 15. apríl, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

Félagsmenn í eftirtöldum félögum munu greiða atkvæði um verkfallsboðun:

 • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
 • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
 • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
 • Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
 • Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Sjúkraliðafélag Íslands
 • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
 • Starfsmannafélag Fjallabyggðar
 • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
 • Starfsmannafélag Garðabæjar
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
 • Starfsmannafélag Húsavíkur
 • Starfsmannafélag Kópavogs
 • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
 • Starfsmannafélag Suðurnesja
 • Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Þrjú félög til viðbótar; Landssamband lögreglumanna, Tollvarðafélag Íslands og Félag starfsmanna stjórnarráðsins, hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar, en félagsmenn þeirra hafa ekki verkfallsrétt og munu félögin því ekki boða til sambærilegra aðgerða. Þá styðja fangaverðir, sem eru í Sameyki en hafa ekki verkfallsrétt, aðgerðirnar þó þeir verði að standa utan við þær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »