Lést af slysförum á Akranesi

mbl.is

Kona á fertugsaldri lést af slysförum á fimmtudag þegar hún féll niður úr stiga og lenti á höfðinu. Slysið átti sér stað á Akranesi og hefur RÚV eftir Jóni S. Ólasyni, yfirlögregluþjóni á Vesturlandi, að fall konunnar hafi verið um þrír metrar úr stiganum. 

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og segir Jón mögulegt að konan hafi verið að búa sig undir óveðrið sem gekk yfir landið á föstudag en sagðist þó ekki geta fullyrt um slíkt.

mbl.is