Nokkur snjóflóð féllu í Önundarfirði

Flateyri stendur við Önundarfjörð.
Flateyri stendur við Önundarfjörð. mbl.is/Hallur Már

Nokkur snjóflóð féllu í Önundarfirði í dag en engin þeirra lokuðu vegum eða ógnuðu byggð. Óvissuástand er enn í gildi vegna snjóflóðahættu á N-Vestfjörðum, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Talsverð úrkoma var á Vestfjörðum og Norðurlandi í dag, rigning á láglendi og snjókoma með skafrenningi til fjalla. 

Spár gera ráð fyrir áframhaldandi úrkomu og skafrenningi til fjalla í nótt sem dregur úr í fyrramálið. Ekki er talin hætta í byggð sem stendur en snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist grannt með aðstæðum í samráði við almannavarnir.

Gul­ar veðurviðvar­an­ir eru í gildi á Vest­fjörðum, Breiðafirði og Strönd­um. Á þeim svæðum er hvassvirði eða storm­ur með vind­hraða á bil­inu 15 til 23 m/​s.

mbl.is