Röð innbrota í vinnuvélar á Norðurlandi

Um er að ræða mjög dýran búnað.
Um er að ræða mjög dýran búnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á síðastliðnum tveimur vikum hefur í þrígang verið brotist inn í vinnuvélar á Norðurlandi og úr þeim tekin dýr stýritæki og annar búnaður. 

Fyrsta innbrotið var framið í Skagafirði fyrir um tveimur vikum, annað innbrot var svo framið á Akureyri í vikunni og síðasta innbrotið fór fram í fyrrinótt í Aðaldal. 

Heimildir mbl.is herma að svartur eða dökkur jeppi á erlendu númeri tengist málunum en Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að of snemmt sé að staðfesta nokkuð slíkt. Einnig sé óvíst hvort um sé að ræða sama innbrotsþjófinn í öllum tilvikum.

Hermann segir að málið sé í skoðun. „Við erum að reyna að átta okkur betur á hlutunum.“

mbl.is