Stormur og versnandi akstursskilyrði

Færðin verður ekki góð á Holtavörðuheiði í kvöld.
Færðin verður ekki góð á Holtavörðuheiði í kvöld. Ljósmynd/Vegagerðin

Gul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum en þar er hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Viðvörun er í gildi á Vestfjörðum þar til um miðjan dag á morgun.

Auk þess taka gular veðurviðvaranir gildi á Breiðafirði og Ströndum og Norðurlandi vestra í kvöld. 

Sérstaklega er varað við því að akstursskilyrði versni á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is