Veturinn óvenjukostnaðarsamur fyrir RARIK

Unnið er að viðgerðum víða vegna skemmda sem óveðrið hafði …
Unnið er að viðgerðum víða vegna skemmda sem óveðrið hafði í för með sér.

Tjónið sem RARIK varð fyrir í óveðrinu á föstudag er undir hundrað milljónum. Tjónið sem varð í óveðrinu í desember var um 200 milljónir og segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, að veturinn hafi vissulega verið dýrari fyrir fyrirtækið en vant er.

Við erum ekki búin að setjast niður og reikna kostnaðinn út en við teljum að tjónið sé undir 100 milljónum, hvort það sé tæplega 100 eða rúmlega 50 vitum við ekki nákvæmlega,“ segir Helga. 

Ólíkt venjulegum vetri

Tjónið felst helst í brotnum staurum og slitnum línum. Spurð hvort veturinn hafi verið óvenjukostnaðarsamur fyrir Rarik segir Helga:

„Já, ég held að við getum farið að segja það. Þetta er ekki það sem við erum að standa í venjulega.“

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verða raf­magnstrufl­an­ir næstu daga og vik­ur vegna viðgerða sem sinna þarf í kjöl­far óveðurs­ins sem gekk yfir landið á föstu­dag. Staðan er einna verst á Suður­landi. 

5.600 heim­ili og vinnustaðir urðu raf­magns­laus á svæði Rarik í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flest­ir á Suður­landi og Suðaust­ur­landi. Lang­flest­ir eru komn­ir með raf­magn aft­ur. Rúm­lega 100 staur­ar brotnuðu og einnig var eitt­hvað um vírslit og slá­ar­brot.

mbl.is