300 manns dönsuðu í Hörpu í hádeginu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil stemning var í Hörpu í hádeginu í dag þegar hátt í 300 manns komu saman og dönsuðu á viðburðinum Milljarður rís. Viðburðurinn, sem UN Women á Íslandi stendur fyrir, átti að fara fram síðastliðinn föstudag en var frestað vegna veðurs. Er þetta í áttunda skipti sem Milljarður rís fer fram en tilgangurinn er að koma saman og dansa til að sýna þolendum kynbundins ofbeldis samstöðu og krefjast betri heims fyrir konur og stúlkur.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon



Í ár var kastljósinu beint að stafrænu ofbeldi sem er sívaxandi vandamál. Sólborg Guðbrandsdóttir, aðgerðasinni og laganemi, sem heldur úti Instagram-síðunni „Fávitar“ flutti ávarp í Hörpu í dag.

„Ég væri ekki hér í dag, ef konur á undan mér, sem bjuggu ekki við sömu forréttindi og ég bý við í dag, hefðu ekki barist fyrir því, með blóði, svita og tárum, að tryggja mín réttindi. Fyrir það er ég og verð alltaf virkilega þakklát. En þá er það einnig í mínum verkahring að tryggja réttindi kvennanna sem munu koma á eftir mér. Þegar sterkar konur með markmið koma saman geta magnaðir hlutir gerst. Ef við höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld, gerum það sem við getum í okkar nærumhverfi til að tryggja jafnrétti þá munum við ná árangri. Jafnrétti kynjanna er ekki bara hagsmunamál kvenna, það er hagsmunamál allra,“ kom fram í ávarpi Sólborgar.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon


Tara Mobee, Hera Björk, Sigríður Thorlacius, Matthildur, Elísabet Ormslev og Sigga Beinteins fluttu ábreiður af þekktum danslögum og dansgólfið iðaði. Dansarar Íslenska dansflokksins héldu uppi magnaðri stemningu á sviðinu og úti á gólfi en Dj Margeir stýrði viðburðinum nú áttunda árið í röð eins og hann hefur gert frá upphafi. Allt listafólk gaf vinnu sína og Harpa lánaði salinn, að kemur fram í tilkynningu frá UN Women á Íslandi.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert