Halda veglega upp á afmæli Vigdísar

Irma Erlingsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Julia Gillard á Council of …
Irma Erlingsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Julia Gillard á Council of Women World Leaders í Veröld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð Reykjavíkur hyggst veita Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur þriggja milljóna króna styrk vegna afmælishátíðar frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins, hinn 15. apríl næstkomandi.

Vigdís fagnar 90 ára afmæli sínu þann dag og 29. júní í sumar verða 40 ár liðin frá því hún var kjörin forseti Íslands, en hún gegndi því starfi næstu sextán árin, til 1996. Verður efnt til hátíðarhalda í Háskólabíói af því tilefni, en Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar standa að þeim í samvinnu við ríkisstjórnina og Reykjavíkurborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »