Ný vísbending um morðið á Gunnari leigubílstjóra

Sigursteinn Másson þáttagerðarmaður.
Sigursteinn Másson þáttagerðarmaður. mbl.is/Hari

Við þáttagerð Sigursteins Mássonar við Sönn íslensk sakamál fyrir Storytel hafa komið fram nýjar vísbendingar um morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra sem var framið árið 1968. Morðið er enn óleyst en ný gögn í málinu gefa tilefni til að málið verði rannsakað að nýju. Lögreglan hefur óskað eftir gögnum um málið til að kanna hvort tilefni sé til að rannsaka málið að nýju. Þetta kom fram í Kastljósþætti kvöldsins þar sem Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta. 

Í nýjasta þættinum, þeim fjórða um morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra á Laugalæk árið 1968, greina systkinin Valgeir og Sigurbjörg Skagfjörð frá því að maður hafi heimsótt þau árið 1969, ógnað þeim með byssu og hafi fullyrt að hann hafi drepið mann með umræddri byssu. 

Við þáttagerðina samþykktu þau að taka þátt í sakbendingu og vísuðu þau bæði á tiltekinn mann, Þráin Hleinar Kristjánsson. Sá lést árið 2018 en hann varð manni að bana árið 1979. Þráinn stakk manninn ítrekað. Hann viðurkenndi brot sitt og hlaut 16 ára fangelsisdóm. 

Nánar verður fjallað um málið á mbl.is.

Í sakbendingunni þekktu systkinin aftur manninn sem ógnaði þeim árið …
Í sakbendingunni þekktu systkinin aftur manninn sem ógnaði þeim árið 1969. Skjáskot/Storytel - Sönn íslensk sakamál
mbl.is