Þyrla leitar ferðamanns á Sólheimasandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar er við leit að ferðamanni sem varð viðskila …
Þyrla Landhelgisgæslunnar er við leit að ferðamanni sem varð viðskila við hóp sinn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Á annað hundrað björgunarsveitarmanna auk þyrlu Landhelgisgæslunnar leita ferðamanns sem varð viðskila við hóp sinn á Sólheimasandi milli klukkan fimm og sex í dag. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarfólks við leit að manninum um klukkan 19 í kvöld. 

„Við erum á fullu að leita. Það er gott veður og í raun bestu aðstæður til leitar,“ segir Jón Hermannsson hjá svæðisstjórn á Suðurlandi. Þyrlan var á leiðinni þegar rætt var við Jón klukkan tæplega níu í kvöld. Auk þess var óskað eftir fleiri leitarhundum á svæðið og áætlað er að þeir verði á bilinu 6-8.  

Björgunarsveitir úr Rangárvallar- og Vestur-Skaftafellssýslu kemba svæðið. 

Stefnt er að því að halda leit áfram eins lengi og veðrið leyfir en eins og fyrr segir er prýðilegt veður til leitar. 

Björgunarsveitir leita ferðamanns á Sólheimasandi.
Björgunarsveitir leita ferðamanns á Sólheimasandi. mbl.is/Ómar
Sólheimasandur. Mynd úr safni.
Sólheimasandur. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert