Þyrlan sótti þrjá eftir umferðarslys

Frá slysstaðnum fyrir norðan.
Frá slysstaðnum fyrir norðan. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðvegur 1 í Austur-Húnavatnssýslu við bæinn Stóru-Giljá er nú lokaður vegna umferðarslyss, en tveir bílar rákust þar saman. Greint er frá lokuninni á vef Vegagerðarinnar.

Uppfært kl. 15.55:

Að sögn Vilhjálms Stefánssonar hjá lögreglunni á Blönduósi rákust tveir fólksbílar saman sem höfðu komið úr gagnstæðri átt. Sex voru í bílunum og voru allir fluttir til skoðunar. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu á Blönduósi og mun flytja þrjá á Landspítalann.

Spurður út í aðstæður segir Vilhjálmur að krapi hafi verið á miðju vegar og í vegkanti og hálka.

Verið er að fjarlægja bílana, sem eru mikið skemmdir. Vegurinn er enn lokaður og verður það að minnsta kosti næsta hálftímann.

Uppfært kl 17:08: Opnað hefur verið fyrir umferð um þjóðveginn að nýju.

mbl.is/Eggert
mbl.is