Helmingur telur fréttir af alvarlegri hlýnun réttar

Jöklar hafa bráðnað á Grænlandi rétt eins og annars staðar.
Jöklar hafa bráðnað á Grænlandi rétt eins og annars staðar. mbl.is/RAX

Helmingur landsmanna telur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt réttar. Aðrir skiptast í tvær fylkingar þar sem ríflega fjórðungur telur að þær séu almennt ýktar og nær fjórðungur telur að þær séu almennt vanmetnar. 

Þetta kemur fram í nýrri umhverfiskönnun Gallup.

Hlutfall þeirra sem telja að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar er hærra nú en fyrir tveimur árum.

Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það. Fólk á aldrinum 45 til 66 ára telur sömuleiðis frekar en aðrir aldurshópar að fréttirnar séu almennt ýktar.

Umhverfiskönnunin verður kynnt á umhverfisráðstefnu Gallup í Hörpu á morgun. Í rannsókninni voru landsmenn spurðir um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Krónuna, Reykjavíkurborg, Arion banka, Landsvirkjun, Umhverfisstofnun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Icelandair Hotels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert