Kvikmyndagerð úthlutað 164 milljónum

Íslenska kvikmyndin Héraðið hefur fengið mest endurgreitt það sem af …
Íslenska kvikmyndin Héraðið hefur fengið mest endurgreitt það sem af er þessu ári eða 46 milljónir króna.

Það sem af er þessu ári hafa verið greiddar rétt rúmar 164 milljónir króna út vegna endurgreiðslukerfis kvikmynda sem atvinnu- og nýsköpunarráðið felur Kvikmyndamiðstöð Íslands að annast. Samsvarar upphæðin 14,6% af heildargreiðslum vegna kvikmyndagerðar í fyrra þegar heildarupphæð endurgreiðslna nam 1,1 milljarði króna. Árið 2018 var einn milljarður greiddur út vegna endurgreiðslukerfisins.

Endurgreiðslur geta numið allt að 25% af framleiðslukostnaði sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi og voru verkefnin sem hafa hlotið mesta endurgreiðslu á þessu ári íslensku kvikmyndirnar Héraðið, sem hlaut 46,1 milljón, og kvikmyndin Gullregn, sem hlaut 41,3 milljónir. Verðlaunakvikmyndin Hvítur, hvítur dagur hefur fengið rúmar 25 milljónir endurgreiddar.

Það sem af er árinu hafa engin erlend kvikmyndaverkefni hlotið endurgreiðslu, en þau voru níu talsins í fyrra og fjórtán árið 2018.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag, 18. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert