Lögreglan veitti ökumanni á stolnum bíl eftirför

Mikil hætta skapaðist af ökumanninum.
Mikil hætta skapaðist af ökumanninum. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan veitti ökumanni á stolnum bíl eftirför síðdegis í dag. Ökumaðurinn ók á ofsahraða úr Skútuvoginum eftir Sæbraut og var að lokum stöðvaður við Hörpu rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

„Það skapaðist stórhætta af honum. Hann fór yfir á rauðu ljósi og mikið mildi að ekki fór verr,“ segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn við mbl.is. Ekki er vitað um ástand ökumannsins en sennilega er það „eitthvað annarlegt,“ að sögn Jóhanns. 

Ökumaðurinn, sem var kona, var handtekin og hún færð á lögreglustöð.

Ökumaðurinn stal bíl og var stöðvaður við Hörpu.
Ökumaðurinn stal bíl og var stöðvaður við Hörpu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert