Staðgreiðsla útsvars hækkaði mest á Suðurlandi

Þorlákshöfn. Heildartekjur allra sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars námu 205 milljörðum …
Þorlákshöfn. Heildartekjur allra sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars námu 205 milljörðum króna í fyrra samanborið við 194 milljarða 2018 og er hækkun milli ára því um 5,6%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á síðasta ári hækkuðu hlutfallslega mest á Suðurlandi frá árinu á undan eða um 7,4%. Þar á eftir kemur Norðurland vestra með um 7,3% hækkun.

Tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á síðasta ári hækkuðu hlutfallslega mest á Suðurlandi frá árinu á undan eða um 7,4%. Þar á eftir kemur Norðurland vestra með um 7,3% hækkun. „Staðgreiðslan hækkaði hlutfallslega minnst á Austurlandi eða um 5,0%. Hjá öðrum landshlutum var hækkunin á bilinu 5,1% upp í rúmlega 6,7%,“ segir í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um bráðabirgðauppgjör á staðgreiðslu útsvars á seinasta ári, sem nú liggur fyrir.

Heildartekjur allra sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars námu 205 milljörðum króna í fyrra samanborið við 194 milljarða 2018 og er hækkun milli ára því um 5,6%.

Af uppgjörinu má sjá að staðgreiðslan hækkaði um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu eða um rúma 6,8 milljarða og var tæpir 135 milljarðar kr. á seinasta ári.

Ítarlegri umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag, 18. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »