Telja sig eiga inni talsverðar upphæðir

Mýflug sinni sjúkraflugi.
Mýflug sinni sjúkraflugi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Framkvæmdastjóri Mýflugs telur að flugfélagið eigi inn fjármuni hjá ríkinu vegna sjúkraflugs. Fluginu er sinnt samkvæmt árlegu útboði og greitt er fyrir ákveðinn fjölda. Við útboð árið 2012 var gert ráð fyrir 470 flugferðum en árin 2016 til 2018 voru ferðina tæplega 800.

„Það hefur ekkert gerst í því máli,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs en fjallað var um meinta skuld ríkisins við Mýflug í fréttum RÚV í byrjun janúar.

Spurður vill Leifur ekkert segja til um hversu mikið Mýflug telur sig eiga inni. „Ég get sagt að okkur ýtrustu kröfur eru verulegar en við erum alveg tilbúnir að semja á skynsamlegum nótum við ríkið,“ segir Leifur og bætir við að ríkið hafi ekki sýnt mikinn samningsvilja.

Framkvæmdastjórinn telur líklegt að málið endi fyrir dómi ef menn komi ekki og ræði saman. „Ég er ekki að hóta ríkinu, það er ekkert svoleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert