Erum að bregðast börnunum

„Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 …
„Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 ára er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakkgír,“ segir Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og annar formanna nefndarinnar. mbl.is/Valli

Engin þjóð í heiminum er með fullnægjandi hætti að verja heilsu, umhverfi og framtíð barna samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu UNICEF, WHO og The Lancet. Ísland er eitt besta land í veröldinni fyrir börn, en mikil losun gróðurhúsalofttegunda dregur okkur niður listann.

Skýrslan ber yfirskriftina A Future for the World's Children? og er afrakstur tveggja ára vinnu nefndar skipaðri 40 sérfræðingum í málefnum barna og unglinga um allan heim. 

Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar sem skoðar stöðu og heilsu og velferðar barna í löndum heimsins, meðal annars með tilliti til loftslagsbreytinga og annarra utanaðkomandi þátta sem nútímabörnum stafar ógn af.

 „Samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og niðurstöður skýrslunnar sýna. Börn hafa hér öll tækifæri til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins vegar að bregðast börnum, líkt og hinar ríku þjóðirnar, er hversu mikið við mengum miðað við höfðatölu. Þar þurfum við að grípa til tafarlausra aðgerða og gera meira enda eigum við langt með að ná þeim losunarmarkmiðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030. Í þessari skýrslu er litið lengra en bara til stöðunnar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikninginn sjálfbærni okkar og framtíð plánetunnar fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að skuldbinda okkur til að skapa framtíð sem hæfir börnum og þar höfum við Íslendingar öll tækifæri til að vera í fararbroddi,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Kort/mbl.is

Níðst á börnum með skaðlegri markaðssetningu

Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að skýrslan sé því býsna svört, en samkvæmt niðurstöðum hennar er heilsu og framtíð allra barna og ungmenna ógnað af vistfræðilegri ósjálfbærni, loftslagsbreytingum og óheiðarlegri markaðssetningu stórfyrirtækja sem halda óhollu skyndibitafæði, sykruðum drykkjum, áfengi og tóbaki að börnum heimsins. 

Í skýrslunni er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða …
Í skýrslunni er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar em bornir eru saman mælikvarðar á hvernig börn dafna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 ár er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakkgír,“ segir Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og annar formanna nefndarinnar.

Í skýrslunni er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar em bornir eru saman mælikvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslíkum, velferð, heilsu, menntun, næringu, sjálfbærni og yfirliti yfir losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar einungis er litið til hefðbundinna velferðarviðmiða eins og heilsu, menntunar, næringar og barnadauða trónir Noregur í efsta sæti, Suður-Kórea í öðru, Holland í þriðja sæti og Ísland í níunda sæti.

Ísland er í níunda sæti eins og sjá má á …
Ísland er í níunda sæti eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Verst er staðan hjá Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Sómalíu, Níger og Malí.

Skelfilegar afleiðingar á allt líf á jörðu

Þegar losun gróðurhúsalofttegunda miðað við höfðatölu í hverju þessara topplanda er tekin með í reikninginn yfir sjálfbærni hrapa þessi lönd hins vegar niður listann. Noregur fer sem dæmi úr fyrsta sæti í það 156., Suður-Kórea úr öðru sæti í í það 166., Holland úr því þriðja niður í 160. sæti og Ísland úr því níunda í 163. sæti.

Skýrslan bendir á að á meðan fátækari lönd þurfi vissulega að gera meira til að bæta lífslíkur og heilsuvernd barna sinna sé það staðbundnari vandi á meðan óhófleg losun gróðurhúsalofttegunda meðal ríkari þjóða sé ógn við framtíð barna um allan heim. Miðað við núverandi spár fer hnattræn hlýnun yfir 4°C árið 2100 sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir allt líf á jörðu.

Til að verja börn kalla skýrsluhöfundar eftir nýrri alþjóðlegri hreyfingu sem drifin verði áfram fyrir börn og leggja m.a. áherslu á að stöðva verði losun koltvísýrings, að leyfa þurfi röddum barna að heyrast og stjórnvöld taki fastar á skaðlegri markaðssetningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert