„Hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Haraldur Jónasson/Hari

„Ráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook. Mál ír­anska trans­drengsins Maní Shahidi hef­ur farið hátt í þjóðfé­lag­inu að und­an­förnu.

Lögmaður Maní og fjöl­skyld­u hans hef­ur gert at­huga­semd­ir við málsmeðferð Útlend­inga­stofn­un­ar í mál­inu. Þar hafi verið gerð mis­tök. Útlend­inga­stofn­un hef­ur þó hafnað því.

Í færslu sinn fer Áslaug yfir málefni útlendinga og umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Hún bendir á að þær séu nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Hún segir lagaumhverfið hafa breyst mikið síðustu ár meðal annars með tilkomu útlendingalaga frá árinu 2017. Hún áréttar að kærunefnd útlendingamála sem tók til starfa árið 2015 sé óháður og óhlutdrægur úrskurðaraðili sem endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofnunar og metur að nýju alla þætti hvers máls sem skotið er til hennar.

„Réttur barns til að tjá sig er ein forsenda þess að unnt sé að meta bestu hagsmuni barnsins. Útlendingastofnun býður nú öllum börnum í fylgd til viðtals hjá stofnuninni eftir aldri þeirra og þroska.“ Þetta segir í færslunni. Jafnframt er bent á að málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna „svo tryggt sé að þau fái efnismeðferð hafi málið þeirra dregist. Sjá nánar um málsmeðferð barna og Dyflinnarsamstarfið á heimasíðu Útlendingastofnunar.“

Hér er hægt að lesa færslu Áslaugar í heild sinni.

mbl.is