Kennsla fellur niður í Réttarholtsskóla

Réttarholtsskóli.
Réttarholtsskóli. mbl.is/Árni Sæberg

Skólastjórnendur Réttarholtsskóla hafa ákveðið að fella niður alla kennslu í skólanum á morgun og föstudaginn vegna verkfalls Eflingar. Var ákvörðunin tekin eftir skóladaginn í dag og í samráði við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans.

„Við munum láta ykkur vita ef eitthvað breytist fyrir föstudaginn. Annars sendum við ykkur upplýsingar fyrir helgi um fyrirkomulag kennslu í næstu viku. Ef deilan leysist ekki ætlum við að koma til móts við nemendur og nám þeirra eins og við getum miðað við aðstæður,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is