Lýsa óánægju með fyrirgreiðslu banka

AFP

Mikil umræða hefur skapast í hópnum Íslendingar í útlöndum á Facebook að undanförnu um réttindi og fyrirgreiðslu í bönkum á Íslandi. Þúsundir Íslendinga eru í hópnum og virðast margir telja sig hlunnfarna í viðskiptum.

Nýlegt dæmi snýr að manni sem vildi fá hækkaða heimild á kreditkorti sínu tímabundið. Hann segir að það hafi til þessa reynst auðfengið. „Nú fékk ég það svar í þjónustuveri að vegna lagabreytinga væri alveg útilokað að auka heimild hjá viðskiptavini sem búsettur er erlendis,“ skrifar maðurinn.

Morgunblaðið spurðist fyrir um þetta hjá Arion banka, viðskiptabanka mannsins, og fékk þau svör að búseta væri ekki hindrun hvað kreditkortaheimildir varðaði. „Hér virðist því annaðhvort um misskilning að ræða eða starfsmaður bankans hafi gefið rangar eða misvísandi upplýsingar,“ segir í svarinu.

Sjá nánar hér

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »