Opnað fyrir umferð á ný á Kjalarnesi

Tafir eru á umferð vegna bílslyss á Kjalarnesi.
Tafir eru á umferð vegna bílslyss á Kjalarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árekstur varð á Vesturlandsvegi við bæinn Esjuberg á Kjalarnesi klukkan hálfsex í kvöld þegar fólksbíll og vörubíll skullu saman. Allir fjórir farþegar fólksbílsins eru slasaðir og þeir voru fluttir á sjúkrahús. 

Tveir hinna slösuðu voru fluttir hvor með sínum sjúkrabílnum en hinir tveir voru fluttir með björgunarsveitarbíl. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út. Þess má geta að sú björgunarsveit er varalið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu.  

Veginum var lokað um Kjalarnes frá Hvalfjarðagöngum og að hringtorgi við Víðinesveg frá klukkan rúmlega hálf sex til tæplega sjö í kvöld. Blint er á svæðinu og ekkert ferðaveður samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum.  

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert