Veginum undir Eyjafjöllum að Vík lokað

Þjóðveginum undir Eyjafjöllum og að Vík hefur verið lokað vegna …
Þjóðveginum undir Eyjafjöllum og að Vík hefur verið lokað vegna veðurs. Mynd úr safni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Veginum undir Eyjafjöllum og að Vík hefur verið lokað vegna veðurs. Ekki er útilokað að vegum verði lokað lengra til austurs, allt að Jökulsárlóni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en gef­in hef­ur verið út app­el­sínu­gul viðvör­un fyr­ir Suðaust­ur­land síðar í dag og fjöldi gulra viðvar­ana tek­ur gildi þegar líður á dag­inn. Kröpp lægð nálast landið og eins er von á norðaust­an­hvassviðri á morg­un. Eng­in hlý­indi né ró­leg­heit er að sjá í veður­kort­um næstu daga.

Veður er þegar tekið að versna á Suður- og Suðausturlandi líkt og fyrr segir. Hviður geta náð 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum og í Öræfum milli klukkan 15 og 21, að því er segir í ábendingu veðurfræðings Vegagerðarinnar.  

Í öðrum landshlutum er hefðbundin vetrarfærð, hálka eða snjóþekja en ekki fyrirstaða á helstu leiðum. Í kvöld fer að hvessa og snjóa á heiðum um norðanvert landið, einkum á Austfjörðum.

Veginum undir Eyjafjöllum og að Vík hefur verið lokað vegna …
Veginum undir Eyjafjöllum og að Vík hefur verið lokað vegna veðurs. Kort/Vegagerðin

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert