Versnandi veður er í öllum landshlutum

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi.
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðausturlandi. mbl.is/Hari

Versnandi veður er í öllum landshlutum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Búist er við talsverðri úrkomu á austanverðu landi. Gul viðvörun er í gildi annars staðar á landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Vesturland. 

Veðrið hefur þegar spillt færð á Suðurlandi og eru vegalokanir í gildi frá Seljalandsfossi og austur að Vík í Mýrdal. Hviður geta farið upp í allt að 25 metra á sekúndu undir Eyjafjöllum. 

Spáð er norðaustan 13-20 m/s í kvöld, en 23-28 í fyrstu undir Eyjafjöllum og á Suðausturlandi. Slydda eða snjókoma en rigning við austurströndina. Hiti kringum frostmark.
Norðaustan 13-23 m/s í fyrramálið, hvassast NV til. Snjókoma eða él N-lands, en bjart með köflum syðra. Minnkandi norðanátt síðdegis og kólnar í veðri. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert