Akureyrarbær greiðir Snæfríði 3 milljónir í miskabætur

Akureyrarbær greiðir 3 milljónir króna í miskabætur.
Akureyrarbær greiðir 3 milljónir króna í miskabætur.

Akureyrarbær greiðir Snæfríði Ingadóttur þrjár milljónir króna í miskabætur. Þetta var samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun. Henni eru greiddar bætur vegna þess að bærinn afturkallaði ráðningu hennar sem verkefnastjóra hjá Ak­ur­eyr­ar­stofu og réð annan í staðinn.

Hún var met­in hæf­ust um­sækj­enda og henni var greint frá því að starfið væri hennar en síðar var henni til­kynnt að búið væri að aft­ur­kalla ráðning­una vegna þess að hún hefði ekki lokið BA- eða BS-prófi frá há­skóla. Snæfríður hefur lokið tveggja ára námi í blaðamennsku frá háskóla í Noregi og auk þess lokið árs grunnnámi í íslensku við Háskóla Íslands.  

Snæfríður leitaði til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð bæjaryfirvalda hafi ekki verið í lagi. Bænum var ekki heimilt að breyta kröfum sem settar voru fram í auglýsingu um starfið eftirá. Ef ætti að breyta þeim hefði þurft að birta nýja auglýsingu með kröfunum. 

„Umboðsmaður beindi þeim til­mæl­um til Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar að leita leiða til að rétta hlut A og að taka fram­veg­is mið af þeim sjón­ar­miðum sem kæmu fram í álit­inu,“ segir í áliti umboðsmanns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert