Fangi stunginn á Kvíabryggju

Fangelsið á Kvíabryggju.
Fangelsið á Kvíabryggju. Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar árás með eggvopni sem var gerð í fangelsinu á Kvíabryggju í dag.

Þar var fangi stunginn en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg, að því er Vísir greindi frá.

Árásarmaðurinn hefur verið fluttur úr fangelsinu, að sögn fangelsismálastjóra.

mbl.is