Fleiri sækja um vernd á Íslandi

tlendingastofnun. Tölfræðin sýnir fleiri umsóknir nú en fyrir ári.
tlendingastofnun. Tölfræðin sýnir fleiri umsóknir nú en fyrir ári. mbl.is/​Hari

Alls bárust 88 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi í janúar síðastliðnum. Það eru 22% fleiri umsóknir en í sama mánuði í fyrra þegar umsóknirnar voru 72. Þetta má lesa úr tölum Útlendingastofnunar.

Langflestar umsóknirnar nú komu frá fólki með ríkisfang í Venesúela, eða 27. Þar næst voru átta umsóknir frá Írökum, sex frá Kólumbíumönnum og jafnmargar frá Líbíumönnum. Fimm Sýrlendingar sóttu um hæli og fjórir Palestínumenn. Alls voru umsækjendur af 26 þjóðernum.

Hópur umsækjenda nú í janúar skiptist þannig að karlar voru 44, konur 24, fjórir drengir, 13 stúlkur og þrír fylgdarlausir drengir.

Búið er að afgreiða 93 mál á þessu ári. Þar af fékk 51 alþjóðlega vernd en 15 umsóknum var synjað. Þrettán umsækjendur voru sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, sex fengu vernd í öðru ríki og mál átta til viðbótar fengu önnur lok.

Til samanburðar má geta þess að umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra voru samtals 867. Flestir komu þá frá Venesúela eða 180 og næstflestir frá Írak eða 137. Í þriðja sæti hópa umsækjenda voru Nígeríubúar en 50 þeirra sóttu um alþjóðlega vernd og í fjórða sæti voru Afganir með 49 umsóknir. Í 5. sæti voru Albanir en 48 þeirra sóttu hér um hæli í fyrra.

Árið 2019 voru afgreiddar alls 1.123 umsóknir. Þar af var alls 376 veitt hér vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi en umsóknum 251 umsækjanda var hafnað. Endursendir voru 173 á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 182 fengu vernd í öðru ríki og mál 141 fengu önnur lok. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »