Gera sitt besta til að greiða fyrir heimför

Að öllum líkindum mun vélin fljúga til Frakklands eða Þýskalands, …
Að öllum líkindum mun vélin fljúga til Frakklands eða Þýskalands, eftir því hvort fleiri Frakkar eða Þjóðverjar verða um borð. AFP

Enn hefur enginn greinst með kórónuveiruna COVID-19 á Íslandi, en alls hafa 24 sýni verið rannsökuð. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna veirunnar.

Þá kemur fram í skýrslunni að íslensk, þriggja manna fjölskylda hefði óskað eftir því að komast heim, líkt og mbl.is greindi frá í gær.

Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa íslensk stjórnvöld gert það sem þau geta til þess að greiða fyrir því að fjölskyldan fái sæti í flugi sem skipulagt hefur verið af Evrópusambandinu á morgun, föstudag.

Það skýrist þó líklega ekki hvort fjölskyldan komist með fyrr en skömmu áður en vélin fari í loftið. Að öllum líkindum mun vélin fljúga til Frakklands eða Þýskalands, eftir því hvort fleiri Frakkar eða Þjóðverjar verða um borð.

Íslensku fjölskyldunni verður svo flogið áfram til Íslands, en staðfest er að enginn fjölskyldumeðlima er smitaður af kórónuveirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert