Milestone-mál til MDE

Mál Karls Wernerssonar og tveggja endurskoðenda Milestone fá efnismeðferð hjá Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE), samkvæmt ákvörðun sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Karl, sem var bæði hluthafi og stjórnarmaður í Milestone, var ákærður fyrir umboðssvik og fleiri brot árið 2013. Karl var sýknaður í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við og sakfelldi hann fyrir alla ákæruliði og dæmdi hann í fangelsi í þrjú og hálft ár. Endurskoðendurnir voru einnig sýknaðir í héraði en sakfelldir að hluta í Hæstarétti fyrir stórfelld brot á lögum um ársreikninga.

Hér er hægt að lesa frétt Fréttablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert