Ný rými bæta úr brýnni þörf

Sléttuvegur. Nýja hjúkrunarheimilið reis á 32 mánuðum frá undirskrift samninga. …
Sléttuvegur. Nýja hjúkrunarheimilið reis á 32 mánuðum frá undirskrift samninga. Það tengist þjónustumiðstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt 99 íbúa hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi verður tekið í notkun á næstu vikum. Þá verða Hrafnistuheimilin orðin átta með tæplega 800 hjúkrunarrýmum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir augljóst að hagkvæmni fylgi stærðinni í þessum rekstri.

Sjómannadagsráð og Hrafnista kynntu nýlega heilbrigðisráðherra hugmyndir um átak til að flýta núverandi áætlunum hins opinbera um byggingu og rekstur nýrra hjúkrunarrýma.

Framkvæmdir við nýja hjúkrunarheimilið við Sléttuveg eru á lokastigi og er heildarkostnaður tæpir 2,9 milljarðar að sögn Péturs, en formlega á að taka heimilið í notkun 28. febrúar. Forstöðumaður er Valgerður K. Guðbjörnsdóttir. Stöðugildin verða um 100 og eru tæplega 80 starfsmenn þegar byrjaðir að ganga frá og undirbúa komu íbúa.

Iðnaðarmenn eru að ljúka sínum verkum og fjöldi birgja er á sama tíma að koma með búnað og tæki. Húsið er á fimm hæðum og verður samtengt við þjónustumiðstöð sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, er að reisa í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þar verða m.a. dagdvöl og kaffihús og verður þjónustumiðstöðin tekin í notkun í mars eða apríl. Á nýja heimilinu eru ýmsar nýjungar í hönnun og skipulagi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu i dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert