Sænsk kona um sjötugt slasaðist í árekstri

Einn farþegi af 13 dvaldi yfir nótt á sjúkrastofnun eftir …
Einn farþegi af 13 dvaldi yfir nótt á sjúkrastofnun eftir fjögurra bíla árekstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn farþegi slasaðist lítils háttar í fjögurra bíla árekstri í Melasveit milli Akraness og Borgarness í gærkvöldi. Hann dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Hinir farþegarnir 12 talsins fengu allir að fara heim til sín um kvöldið eftir skoðun á heilbrigðisstofnun.

Þetta er erlendur ferðamaður, sænsk kona um sjötugt sem brákaðist eða brotnaði, samkvæmt upplýsingum frá Gísla Björnssyni, yf­ir­manni sjúkra­flutn­inga á Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands. 

Í slysinu lentu alls 13 manns í fjórum bílum þar af voru sex erlendir ferðamenn en hinir eru íslenskir. 

„Það var mikið mildi að ekki fór verr. Akstursskilyrði voru mjög slæm, blint og hálka,“ segir Gísli. Hóp­slysa­áætl­un Vest­ur­lands var virkjuð en hluta af viðbragðsaðilum var snúið við þegar ljóst var að meiðls reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert