Slógust með grímur og klúta fyrir andlitum

mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um hóp ungmenna með grímur og klúta fyrir andlitum í hverfi 220 í Hafnarfirði upp úr klukkan hálfátta í kvöld.

Við nánari skoðun kom í ljós að um slagsmál var að ræða á milli ungmenna. Þau voru afstaðin þegar lögreglan mætti á staðinn og engin meiðsli urðu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þriggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi upp úr klukkan 20 í kvöld. Allir voru færðir á slysadeild til skoðunar og reyndust áverkar þeirra vera minni háttar.

Skömmu síðar var tilkynnt um innbrot í skóla í hverfi 108 og er málið í rannsókn lögreglu.

mbl.is