Stefna norska ríkinu vegna sóknargjalda

Fermingarfræðsla. Íslensk börn frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku frædd.
Fermingarfræðsla. Íslensk börn frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku frædd. Ljósmynd/Arna Grétarsdóttir

Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að íslenskir, sænskir og finnskir þjóðkirkjusöfnuðir í Noregi ætli að stefna norska menningarmálaráðuneytinu til að fá greidd rétt sóknargjöld fyrir árin 2017-2019.

Ingvar Ingólfsson, gjaldkeri íslenska safnaðarins, sagði að norski „sivilombudsmannen“, sem er sambærilegt embætti og umboðsmaður Alþingis, hefði hvatt norrænu þjóðkirkjusöfnuðina til málsóknarinnar og teldi kröfur þeirra réttmætar: Umboðsmaðurinn teldi að ekki gæti jafnræðis milli safnaða og vísaði m.a. til norsku stjórnarskrárinnar, sem segði að öll trú- og lífsskoðunarfélög skuli njóta sambærilegs stuðnings. Umboðsmaðurinn hefði einnig lofað að borga málsóknina vegna þess að ráðuneytið hefði ekki sinnt tilmælum hans. Stefnt væri að því að höfða málið fyrir vorið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Ingvar að málið snúist um reglur um skráningu í trúfélög í Noregi sem tóku gildi í ársbyrjun 2016. Nú þurfa öll trúfélög að fá samþykki í Noregi fyrir skráningu sóknarbarna, óháð skráningu þeirra í heimalandi sínu. Barna- og fjölskylduráðuneytið ákvað að þetta ætti líka að eiga við um allar fyrri skráningar. Ingvar sagði að íslenski söfnuðurinn hefði þurft að hafa samband við alla þá 7.000 Íslendinga búsetta í Noregi sem voru skráðir í íslensku þjóðkirkjuna, og fá þá til að skrá sig að nýju í söfnuðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert