Þurfa ekki að fara sparlega með rafmagn lengur

Þessi stæða brotnaði í óveðri á Snæfellsnesi snemma í morgun.
Þessi stæða brotnaði í óveðri á Snæfellsnesi snemma í morgun. Ljósmynd/Frans Friðriksson

Búið er að færa alla rafmagnsnotkun í Snæfellsbæ yfir á nýjan 66 kW streng sem liggur frá Grundarfirði í Ólafsvík, og keyra niður varaafl í Ólafsvík. Ekki er því lengur þörf á að fara sparlega með rafmagn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik.

Rafmagn fór af Ólafsvíkurlínu 1 klukkan sjö í morgun og varð því rafmagnslaust í skamma stund eða þar til keyrt var á varaafli. Snælduvitlaust veður hefur verið á svæðinu, en þar er gul veðurviðvörun í gildi til klukkan 18.

Rafmagn á einnig að vera komið á hjá öllum notendum í Framsveit.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert