Í varðhaldi til 19. mars vegna gruns um kynferðisbrot

Maðurinn var fyrst handtekinn 31. janúar og úrskurðaður í þriggja …
Maðurinn var fyrst handtekinn 31. janúar og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann var færður fyrir dómara í gær og úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. mbl.is/Eggert

Banda­ríski karl­maður­inn sem er grunaður um kyn­ferðis­brot gegn drengj­um í nokkr­um lönd­um, meðal ann­ars hér á landi, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 19. mars. 

Maðurinn var fyrst handtekinn 31. janúar og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Hann var færður fyrir dómara í gær og úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, samkvæmt upplýsingum frá Sveinbirni Hall­dórs­syni­, lög­reglu­full­trúa hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Suðurnesjum. 

Aðspurður seg­ir hann rann­sókn­ina ganga vel. „Þetta er algjört forgangsmál og fjöldi manns að vinna í þessu. En þetta er umfangsmikið og tekur tíma.“

Rannsóknin nær út fyrir landsteinana og er unnin í samvinnu við nokkur erlend lögregluyfirvöld og Europol. 

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er grunaður um að tæla drengi á samfélagsmiðlum. Sveinbjörn segir ekki tímabært að segja til um yfir hversu langt tímabil brot hans ná hér á landi eða hversu margir drengir eru þolendur í málinu. „Þeir eru nokkrir en ég get ekki sagt neina tölu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert