Innbrotahrina í vinnuvélar á Norðurlandi og í Reykjavík

Þjófarnir sækjast eftir dýrum en sérhæfðum tækjum, svo sem GPS-mælitækjum …
Þjófarnir sækjast eftir dýrum en sérhæfðum tækjum, svo sem GPS-mælitækjum sem notuð eru í vinnuvélar líkt og jarðýtur og veghefla. mbl.is/​Hari

Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur ekki tekist að upplýsa þrjú innbrot í vinnuvélar þar sem dýrum stýritækjum og rafeindabúnaði var stolið. Sams konar þjófnaðir hafa átt sér stað í öðrum landshlutum, meðal annars á Norðurlandi vestra og í Reykjavík.

„Við höfum ekkert í hendi til þess að segja til um hvort þetta séu sömu aðilar, en það eru ákveðnar líkur á því,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is. 

Fyrsta inn­brotið var framið í Skagaf­irði fyr­ir um tveim­ur vik­um, annað inn­brot var svo framið á Ak­ur­eyri í síðustu viku og síðasta inn­brotið fór fram í aðfaranótt laugardags í Aðal­dal. 

Heim­ild­ir mbl.is herma að svart­ur eða dökk­ur jeppi á er­lendu núm­eri teng­ist mál­un­um en Bergur seg­ir að of snemmt sé að staðfesta nokkuð slíkt. 

Þjófarnir sækjast eftir dýrum en sérhæfðum tækjum, svo sem GPS-mælitækjum sem notuð eru í jarðýtur og veghefla. Aðspurður hvort þýfið hafi mögulega verið flutt úr landi segir Bergur að það sé ekki útilokað. „Þetta er þekkt í Evrópu, þessi þjófnaður, og hefur verið minna um þetta hér.“ 

mbl.is