Kjósa um verkföll í skólum utan Reykjavíkur

Verkfallsatkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á hádegi næstkomandi þriðjudag og standa …
Verkfallsatkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á hádegi næstkomandi þriðjudag og standa til hádegis laugardaginn 29. febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg greiða atkvæði um verkföll í næstu viku. Í tillögum er gert ráð fyrir að verkföll verði ótímabundin og hefjist mánudaginn 9. mars.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, en þar segir að verkföllin myndu taka til á fimmta hundrað manns.

Rúmlega 270 félagsmenn Eflingar starfa undir samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem rann út 31. mars 2019. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, aðallega hjá Kópavogs og Seltjarnarnesbæ. 

Þá starfa rúmlega 240 félagsmenn Eflingar hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla. Í því tilfelli er um að ræða samúðarverkfall með verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg.

Verkfallsatkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á hádegi næstkomandi þriðjudag og standa til hádegis laugardaginn 29. febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert