Læknir ákærður fyrir skoðun undir áhrifum

Læknirinn mætti á lögreglustöðina og framkvæmdi skoðun undir áhrifum áfengis.
Læknirinn mætti á lögreglustöðina og framkvæmdi skoðun undir áhrifum áfengis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært lækni fyrir brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn í opinberu starfi með því að hafa að morgni laugardags í ágúst á síðasta ári komið í útkall á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík undir áhrifum.

Framkvæmdi læknirinn réttarlæknisfræðilega skoðun á sakborningi við komuna á stöðina, en við mælingu mældist áfengismagn í blóði læknisins 1,48 prómill.

mbl.is