Nærri 1.300 milljarðar í laun

Skattframtöl ársins 2019 bera vitni um mikinn uppgang árið 2018. Þetta kemur fram í yfirliti Páls Kolbeins rekstrarhagfræðings í Tíund, blaði Ríkisskattstjóra.

„Útlendingar flykktust til landsins, laun og tekjur hækkuðu og verðmæti eigna jókst. Skuldir jukust en þó í minna mæli en eignir og eigið fé. Þó að nokkuð hafi dregið úr hinum mikla vexti sem var hér á árunum 2016 og 2017 þá er engu að síður óhætt að segja að það hafi blásið byrlega fyrir landsmönnum á árinu 2018,“ segir Páll.

Árið 2018 voru landsmenn með 1.273 milljarða í laun og hlunnindi, sem var 4% meira en árið áður. Nokkuð dró úr hinum mikla vexti launa sem verið hefur á undanförnum árum. Laun jukust um 6,3% að raungildi árið 2014, um 8,5% árið 2015, 9,9% árið 2016 og 7,3% árið 2017. Síðustu fimm ár hafa launagreiðslur í landinu því aukist um 41,4%. „Launatekjur voru 223 milljörðum eða 21,2% hærri en þær voru árið 2007 og 447 milljörðum eða 54,0% hærri en þær voru árið 2010 þegar botninum var náð eftir hrun. Þetta hlýtur að teljast mikil hækkun á stærsta einstaka tekjulið í samfélaginu,“ segir Páll.

Minna af fjármagnstekjum

Heildartekjur landsmanna voru 1.862,7 milljarðar árið 2018. Það er 43,1 milljarði eða 2,4% meira en árið áður. Um 6,7% tekna voru fjármagnstekjur en hlutur fjármagnstekna hefur minnkað nokkuð á undanförnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »