Ríkið skapi viðspyrnu

Framkvæmdir. Margt er í pípunum.
Framkvæmdir. Margt er í pípunum. mbl.is/Golli

Ef gefa á hagkerfinu innspýtingu til að sporna gegn samdrætti í efnhagslífinu er mikilvægt að velja fjárfestingarverkefni sem skila samfélaginu raunverulegum arði.

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær um hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins, sem í Morgunblaðinu í gær lagði til að auka opinberar fjárfestingar um 50 milljarða króna hið minnsta til að vinna upp samdrátt í efnahagslífinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunglaðinu í dag telur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, nauðsynlegt að ríkið komi nú með viðspyrnu gegn samdrætti. Þá segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að í næsta mánuði þegar mælt verði fyrir fimm ára áætlun í ríkisfjármálum verði hægt að boða ýmsar örvandi fjárfestingar. Við fjármögnun þeirra verkefna megi líta til sölu á hlut ríksins í Íslandsbanka en einnig þess að nú bjóðist lán á góðum kjörum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert